Stöð 2 fjallar um hraunbrúnna

Á dögunum lagði Línudans fram tillögu að því hvernig bjarga megi Suðurstrandarvegi frá því að verða fljótandi hrauni úr Geldingardölum að bráð. Lausnin er afar einföld í prinsipi og svo virðist sem þetta sé eina örugga og endanlega lausnin sem völ er á í slíkum hamfaraaðstæðum. Um leið verður til örugg leið undir flæðandi hrauni fyrir alla innviði, nýja og gamla, sem gæti þurft að bjarga frá flæðandi hrauni. Þess ber að geta að her verkfræðinga starfar á vegum Almannavarna, en tókst þó ekki að skapa örugga og endanlega lausn á vandanum.

Varnargarðar eru tímabundin lausn og munu fara á kaf í langvarandi gosi, eru því sem fjárfesting síður réttlætanlegir. Þar við bætist mikil óvissa um réttindi landeigenda með byggingu slíkra garða. Línudans ehf. hefur lengi fengist við það að þróa áður óþekktar lausnir á krefjandi viðfangsefnum og því ef til vill eðlilegt að það hafi ekki tekið langan tíma að þróa lausnina. Hraunbrú virðist mun fleiri kostum búin en fyrir var séð, sem gerir hönnunina þeim mun sterkari. Sótt hefur verið um einkaleyfi, eftir því sem næst verður komist er hönnunin einstök á heimsvísu.

Smelltu hér til þess að skoða fréttina.